Mosinn sem ég nota í mín verk er 100% náttúruleg planta. Hann hefur verið gegndreyptur með glýseríni, sem gerir það að verkum að hann heldur náttúrulegu útliti sínu og byggingu. Lífrænt séð er hann ekki lifandi mosi og vex ekki. Hann þarfnast ekki vökvunar, klippingar eða sólarljóss.
Hvernig á að hugsa um mosaskreytingar?
Mosi þarfnast aðeins staðlaðs rakastigs á bilinu 40-60%, sem er æskilegt rakastig á heimili. Mosi dregur raka úr loftinu. Ef rakastigið í herbergjunum er of lágt er mælt með því að hækka loftrakann. Hann jafnar rakastigið í herberginu, bætir ástand mosans og gerir hann mjúkan og sveigjanlegan aftur. Hins vegar er ekki mælt með því að setja mosa þar sem hann kemst beint í snertingu við vatn.
Bregst mosinn við of miklum hita?
Mosi ætti að vera staðsettur fjarri beinum hitagjöfum (að minnsta kosti 2 metra frá ofnum, eldstæði) og ekki í beinu sólarljósi.
Er mosi öruggur fyrir fólk með ofnæmi?
Mosi er gegndreyptur með glýseríni sem hefur ekki áhrif á fólk með ofnæmi. Þar að auki er hann kjörinn fyrir fólk með ofnæmi þar sem hann síar loftið. Glýserínið tryggir einnig að mosinn missi ekki raka sinn og mýkt. Mosinn virkar sem náttúrulegur vísir um rakastig.
Laðar mosi að sér ryk?
Nei, því mosi sem hefur farið í gegnum varðveisluferli er afrafmagnandi, þannig að hann laðar ekki að sér ryk, skordýr né örverur.
Má setja mosa upp á baðherbergi?
Já, það er hægt. Varðveittur mosi þarf ekki sól, þannig að þú getur auðveldlega notað hann í herbergjum án glugga. Á baðherberginu getur mosi ekki aðeins gegnt skreytingarhlutverki. Þar sem mosi er mjög rakadrepandi mun hann draga í sig umfram raka úr loftinu og getur komið í veg fyrir vöxt sveppa og myglu.
Hverjar eru einföldu leiðbeiningarnar til að viðhalda mosa skreytingum?
Mosa list er tilvalin fyrir þá sem elska gróður en vilja síður ábyrgðina sem fylgir því að sinna plöntum. Hann gefur róandi orku náttúrunnar inná heimili þitt - áreynslulaust. Engin þörf fyrir vökva né ljós.
Samt sem áður til að halda honum fallegum í mörg ár, fylgdu þessum einföldu leiðbeiningum:
Haldið rakastigi í kringum 40% - 60% sem er æskilegt rakastig í hýbílum. Ekki vökva - ekki væta né úða. Forðist beint sólskin - það getur þurrkað mosann og deyft litinn. Halda frá miklum hita líkt og frá ofnum og eldstæðum.