header-bg.png

Hvísl mosans. Rætur Íslands.


Einstakt handverk gert úr ekta ræktuðum mosa.
Ekkert viðhald. Hrein náttúra. Endalaus/stöðug ró.
Skapaðu róandi andrúmsloft og gefðu umhverfi þínu grænan mjúkleika.

Um mosa handverk

Mosa handverk er tilvalið fyrir þá sem elska gróður en vilja síður ábyrgðina sem fylgir því að sinna plöntum. Það gefur róandi orku náttúrunnar inná heimili þitt - áreynslulaust og til margra ára.

Mosinn sem ég nota í mitt handverk er náttúruleg planta sem hefur gengist undir varðveisluferli til að viðhalda ferskleikanum, mjúkri áferðinni og litadýpt.

Engin þörf fyrir vökva né ljós.

Ég geri einstakt handverk úr mosa innblásið af villtri fegurð náttúrunnar.

Ég elska plöntur en að rækta gróður innandyra á Íslandi hefur verið mér mikil áskorun vegna langra og dimmra vetrarmánaða. Það var vegna þessa sem ég uppgötvaði mosa sem ekki krefst umhirðu en gefur frá sér róandi návist náttúrunnar.

Fyrir mér er náttúran besti listamaðurinn - því þvinga ég ekki fram form eða samhverfu í minni sköpun. Í stað þess reyni ég frekar að endurspegla villtan samhljóminn milli mosavaxinna skóga og hraunbreiðna.
Hvert verk sem ég geri er smækkað bergmál af einhverju stærra
— af dýpt náttúrunnar, töfrum hennar og þögulli visku.

Mitt markmið er að fólk finni fyrir ró og jarðtengingu þegar það er í kringum verk mín.
Taka sér hlé, draga andann og hvíla augun
— vera fjarri amstri og hljóðum hversdagsins, verkefnum og skjánum.

mossy.iceland@gmail.com